Reglugerðir fyrir allar löggiltar heilbrigðisstéttir

Þann 1. janúar næstkomandi tekur gildi ný heildarlöggjöf um heilbrigðisstarfsmenn sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. Þar með falla niður lög og reglugerðir sem gilt hafa um einstakar heilbrigðisstéttar en í þeirra stað verða settar reglugerðir um hverja stétt á grundvelli ný´ju löggjafarinnar. Félagið hefur gefið umsögn um þá reglugerð sem varðar þroskaþjálfa um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Í kjölfarið var fundað í velferðarráðuneytinu þar sem farið var ýtarlega yfir umsögnina. Hægt er að skoða reglugerðardrögin hér.

Hér er hægt að nálgast fréttina inn á heimasíðu velferðarráðuneytisins ásamt öllum reglugerðardrögunum fyrir heilbrigiðisstéttirnar.