Persónuvernd á throska.is

Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Þroskaþjálfafélagi Íslands er í samræmi við Persónuverndarstefnu félagsins sem byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga á throska.is.

Vefurinn throska.is safnar ekki sjálfkrafa neinum persónugreinanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics, sem nýtir vefkökur (coockies), en þær upplýsingar sem mælingar byggjast á eru ekki persónugreinanlegar. Sjá nánar um vafrakökustefnu félagsins.

Þegar notandi sendir okkur erindi í gegnum tölvupóst eða símhringingu er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum brugðist við erindinu. Eftir að erindi hefur borist er unnið með upplýsingarnar í samræmi við Persónuverndarstefnu Þroskaþjálfafélags Íslands og þess gætt að einungis sá eða þeir starfsmenn sem koma að því að svara erindinu hafi aðgang að upplýsingunum.

Þegar notandi skráir þátttöku á viðburði er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að geta skipulagt viðburðinn og komið skilaboðum til þátttakenda. þ. á m. upplýsingar um stéttarfélagsaðild. Eftir að skráning hefur farið fram er unnið með upplýsingarnar í samræmi við Persónuverndarstefnu Þroskaþjálfafélags Íslands  og þess gætt að einungis sá eða þeir starfsmenn sem tengjast skipulagningu eða framkvæmd viðburðarins hafi aðgang að upplýsingunum. Ef gert er ráð fyrir greiðslu þátttökugjalds nýtir Þroskaþjálfafélag Íslands þjónustu fyrirtækisins Arion banka. Engar upplýsingar um greiðslur eru vistaðar í vefkerfum félagsins.

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga á Mínum síðum

Meðferð og vinnsla persónugreinanlegra upplýsinga á Mínum síðum  er í samræmi við Persónuverndarstefnu Þroskaþjálfafélags Íslands og Persónuverndarstefnu BHM . Nánari upplýsingarum meðferð og vinnslu persónuupplýsinga á Mínum síðum verða birtar þar áður en langt um líður.