Nýr upplýsingavefur BHM og þjónustugáttin Mínar síður

BHM hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingagjafar og þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga BHM.  

Nýi vefurinn er svokallaður snjall-vefur og lagar sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, hvort sem um er að ræða snjallsíma, spjaldtölvur eða hefðbundinn tölvuskjá.   Auk útlitsbreytinga á vefnum hefur allt efni verið endurskoðað og endurskrifað og leitast við að hafa aðalatriði í forgrunni.  

Hugað var sérstaklega að aðgengismálum við hönnun vefsins, fyrir þá sem t.d. eiga erfitt með lesa, með því að bjóða upp á vefþjónustu frá stillingar.is.  Þá er leitarvél vefsins mun fullkomnari en sú sem var á gamla vefnum. 

BHM hefur ennfremur bætt á þessu sviði með opnun sérstakrar þjónustugáttar, Mínar síður, þar sem félagsmenn aðildarfélaga  BHM geta á auðveldan máta nálgast upplýsingar um eigin notkun á styrkjum, fylgst með stöðu umsókna, gengið frá nýjum umsóknum og rafrænum fylgigögnum og fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda.  Mínar síður eru í stöðugri þróun hjá BHM og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.