Nýr kjarasamningur ÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur

Nýr kjarasamningur Þroskaþjálfaféalgs Íslands við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (að undanskilinni Reykjavík) var undirritaður föstudaginn 8. maí 2020.

Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á "mínum síðum" BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 og fellur þá eldri kjarasamningur úr gildi án frekari fyrirvara. Samningurinn hefur verið birtur á heimasíðu félagsins, sjá hér.