Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Reykjavíkurborg.

Atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg, sem undirritaður var þann 10. desember 2015 lauk nú á hádegi.
Niðurstöður eru eftirfarandi: Þátttaka félagsmanna ÞÍ var 72%. Alls sögðu já 81,2%. Alls sögðu nei 13,6%. Auðu skiluðu5,2%.
Því skoðast breytingar og framlenging kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg samþykktur.

Laun hækka frá og með 1. september síðastliðnum um 7,7%. Aðrar hækkanir eru sem hér segir:

1.6. 2016: Hækkun launatöflu um 6,0%.

1.6. 2017: Ný launatafla tekin upp og launataxtar verða samkvæmt henni.

1.6. 2018: Hækkun launatöflu um 3,0%.

1.2. 2019: Sérstök eingreiðsla, 58.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í fæðingarorlofi fá einnig eingreiðslu.

Samningurinn er kominn á heimasíðuna, þar sem hægt er að kynna sér samningsatriðin nánar, einnig hægt að sjá hann hér.