Nauðung meðal barna í sérúrræðum á Íslandi

Fagráð Þroskaþjálfafélags Íslands efnir til morgunverðarfundar í Borgartúni 6 (3. hæð) fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Margrét R. Halldórsdóttir, þroskaþjálfi, segir frá rannsókn sinni sem hún gerði sem lokaverkefni í M.Ed. í sérkennslufræðum frá Háskóla Íslands.
Boðið verður upp á kaffi og rúnstykki frá k. 08:00 en fyrirlestur hefst stundvíslega 08:30
Fundurinn er opinn félagsmönnum ÞÍ og er aðgangur ókeypis. Skráning er hins vegar nauðsynleg og þá í síðasta lagi miðvikudaginn 30. október.
Sent verður frá fundinum með fjarfundarbúnaði og verða upplýsingar þar af lútandi sendar þegar nær dregur.
Skráning fer fram hér