Nafn þitt á heillaóskalista

Þann 18. maí nk. höldum við upp á 50 ára afmæli Þroskaþjálfafélags Íslands. Að því tilefni gefur félagið út bókina Þroskaþjálfar á Íslandi - Saga stéttar í hálfa öld sem Þorvaldur Kristinsson hefur ritað að beiðni félagsins.

Í bókinni er rakin saga stéttarinnar frá því að fyrstu gæslusystur, sem svo voru nefndar, hófu störf á Kópavogshæli og allt til okkar daga, en sem kunnugt er hefur það einkum verið hlutverk stéttarinnar að aðstoða fatlað fólk, ekki síst fólk með þroskahömlun, í leit að mannvirðingu og mannréttindum. Í bókinni er sagt frá störfum stéttarinnar, baráttu hennar fyrir góðri menntun og mannsæmandi kjörum. Þá er faglegri þróun stéttarinnar lýst svo og hugmyndafræðinni að baki störfum þroskaþjálfa, en hún hefur sem kunnug er tekið margvíslegum breytingum í tímans rás. Loks er í bókinni skrá yfir alla þroskaþjálfa sem menntast hafa á Íslandi eða fengið starfsleyfi að lokinni þroskaþjálfamenntun í öðrum löndum.

Félaginu væri heiður að því að mega skrá nafn þitt á heillaóskalista fremst í bókinni með yfirskriftinni:

"Við óskum Þroskaþjálfafélagi Íslands allra heilla á 50 ára afmæli félagsins, 18. maí 2015"

Hægt er að staðfesta þetta það að þú þiggir þetta boð með því að senda tölvupóst á netfangið throska@throska.is eða hringja á skrifstofu félagsins fyrir 24. apríl. Við útkomu bókarinnar í byrjun maí verður 5.000 kr. gjald skuldfært í heimabanka þínum og bókin send þér í pósti. Ef þess er óskað látum við gíróseðil fylgja bókinni þegar hún berst þér í pósti.