Kynning á kjarakönnun ÞÍ

Kynningarfundur á kjarakönnun ÞÍ verður haldinn þann 7. október  í húsnæði félagsins Borgartúni 6, 3 hæð klukkan 16:00. Fyrirtækið Maskína ehf vann heildarkönnun fyrir aðildarfélög BHM.

Umsjá kynningarinnar a hluta ÞÍ verður í höndum Þorláks Karlssonar en hann er rannsóknarstjóri hjá Maskínu ehf.

Samantekt á helstu sameiginlegum niðurstöðum aðildarfélaganna er:

  • Launahækkanir innan BHM halda ekki í við launavísitölu
  • Kynbundinn launamunur dregst saman á milli ára
  • Endurgreiðslur námslána eru íþyngjandi

    Sjáumst á þriðjudaginn klukkan 16.