Kosning um verkfall hjá ríki

Niðurstöður kosningar um verkfall hjá félagsmönnum aðildarfélaga BHM starfandi hjá ríki liggja fyrir: Samþykki allra félaga BHM um allar aðgerðir er staðreynd. Almenn kosningaþátttaka var rúmlega 80% og þátttaka þroskaþjálfa í atkvæðigreiðslunni var 100%, af þeim samþykktu 97% að fara í 1/2 dags verkfall þann 9. apríl. Vilji allra er ljós, samstaðan þétt og samninganefndirnar vita hver hugur félagsmanna er!