Hvernig draga á úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk. Hlutv

Námskeið í samstarfi við EHÍ og ÞÍ.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í hugtakinu nauðung, hvað hægt er að gera til að draga úr eða koma í veg fyrir að nauðung sé beitt og hvernig staðið skal að beiðni um ráðgjöf sérfræðiteymis og umsóknum um undanþágu. 

Í júní, 2012, voru samþykkt lög um bann við beitingu nauðungar í vinnu með fötluðu fólki. Í lögunum er þjónustuveitendum gert skylt að sækja um undanþágu fyrir þessu banni í vinnu með tilteknum einstaklingum, ef sýnt þykir að nauðsynlegt sé að beita nauðung til þess að tryggja öryggi eða velferð þjónustunotendans eða annara, eða til þess að koma í veg fyrir stórfellt eignartjón. Áður en sótt eru um undanþágu þurfa þjónustuveitendur að hafa fengið ráðgjöf og umsögn sérfræðiteymis, auk þess að uppfylla skilyrði um skráningar. 

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.
Hvenær: Föstudaginn 29. nóvember 
Skráningarfrestur: 22. nóvember
Sjá nánar hér