Hvað er nám án aðgreiningar eða inclusive education?

Viðhorf vísa veginn!   

Þroskaþjálfafélag Íslands býður félagsmönnum sínum á fyrirlestur hjá Guðnýju Maríu Hreiðarsdóttur þroskaþjálfa
miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.30 í Borgartúni 6, 3 hæð

Hvað er nám án aðgreiningar eða inclusive education? Og hvernig tengist nám án aðgreiningar sjónarhornunum á fötlun? Þetta mun ég reifa þegar ég segi frá rannsókn minni um nám án aðgreiningar inclusive education sem gerð var í þremur bekkjum í sitthvoru landinu, Skotlandi, Svíþjóð og Íslandi. Þetta skoðaði ég út frá þremur hliðum, frá hlið fatlaðs barns í bekknum, frá hlið kennarans og út frá skólastefnu í viðkomandi skóla/sveitarfélagi/landi. Í vinnu minni við rannsóknina þróaðist módel sem ég mun einnig kynna ásamt niðurstöðum rannsóknarinnar.