Hádegisfyrirlestur um atferliserfileika

Næstkomandi mánudag 18. febrúar kl. 12:35 til 13:35 verður boðið upp á fyrirlestur um hegðunarvanda, atferli og atferlisþjálfun ásamt umræðu í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Fyrirlesari verður Ida Krabbe deildarstjóri ASF-bekkjanna við Balsmoseskolen í Smørum, Egedalkomune í Danmörku. ASF bekkirnir (AutismeSpektrum Forstyrrelser) eru sérsniðnir að þörfum einhverfra grunn- og framskólanemenda og mun fyrirlesturinn taka mið af grunn- og framhaldsskólastiginu.
 
Fyrirlesturinn er ókeypis og fer fram í stofu 303 í aðalbyggingu Tækniskólans á Skólavörðuholti. Allir áhugasamir eru velkomnir, svo lengi sem húsrúm leyfir.