Fyrirtaka Félagsdómi í máli ÞÍ gegn Reykjavíkurborg

Þann 24. september var tekið fyrir í Félagsdómi mál Þroskaþjálfafélags Íslands á hendur Reykjavíkurborg varðandi störf sem undanþegin eru verkfallsheimild og birt voru í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015. Þroskaþjálfafélag Íslands lítur svo á að auglýsingin taki ekki til félagsmanna ÞÍ sem starfa á Velferðasviði og hafa starfsheitið þroskaþjálfi eða deildarstjóri/yfirþroskaþjálfi. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna.