Fundur þroskaþjálfa sem starfa í grunnskólum

Þroskaþjálfar sem vinna í grunnskólum ætla að hittast og velti fyrir sér starfi sínu innan grunnskólans. Nú er komið að fyrsta fundi sem veður haldinn:
• Mánudaginn 8. apríl
• Kl: 15:00-17:00
• Borgartúni 6

Hugmyndin er að við munum skoða eftirfarandi þætti, sem eru alls ekki tæmandi, heldur ætti að vekja okkur til umhugsunar varðandi fagmennsku okkar innan grunnskólanna:
• Hvað sinnum við mörgum nemendum?
• Hvernig lítur stundatafla okkar út?
• Hvernig þjálfunargögn notum við?
Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og eiga uppbyggilegar samræður.