Frétt frá siðanefnd ÞÍ

Siðanefnd Þroskaþjálfafélags Íslands hefur nú hafið vetrarstarf sitt. Aðalverkefni siðanefndar næstkomandi starfsár er að endurskoða og uppfæra siðareglur félagsins. Niðurstöður síðustu starfsdaga, sem haldnir voru  í janúar, verða hafðar að leiðarljósi við þessa vinnu ásamt öðru sem snertir verkefnið. Þar má nefna lög og reglugerðir er varða stéttina, starfskenningu þroskaþjálfa og siðareglur annarra starfstétta. Nefndin mun í upphafi vinnu sinnar hafa til hliðsjónar siðareglur  norska þroskaþjálfafélagsins. http://www.fo.no/yrkesetikk/yrkesetisk-grunnlagsdokument-article227-150.html 

Ljóst er að mikil vinna er framundan við þetta verkefni sem vanda þarf til og vinna í samráði við félagsmenn. Vinnuhópinn mun í upphafi skipa kjörnir fulltrúar í siðanefnd Þ.Í. ásamt varamönnum nefndarinnar.  En þegar fram í sækir mun siðanefnd væntanlega leita til félagsmanna um þátttöku.  Félagsmenn eru hvattir til að rýna í siðareglurnar og hafa í huga hvers konar leiðsögn þeir vilja að nýjar siðareglur gefi þeim í starfi. Allar hugmyndir eru vel þegnar og er áhugasömum bent á að hafa samband við siðanefnd.