Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu deildarstjóra á heimili fyrir börn

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir öflugum, sjálfstæðum og jákvæðum starfsmanni til að gegna stöðu deildarstjóra í nýju þjónustuúrræði fyrir börn og taka þátt í að móta starfið. Gert er ráð fyrir að deildarstjóri taki vaktir sem hluta af stöðugildi hans.  Helstu markmið þjónustunnar er að veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem mætir þörfum barna og fjölskyldna fyrir sértæka þjónustu.  Auka lífsgæði barnanna, þátttöku þeirra í samfélaginu og bæta líðan þeirra.  Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmálinn eru grunnstoðir starfseminnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnun og umsjón verkefna
 • Samstarf við forstöðumann um faglega ábyrgð
 • Ráðgjöf til starfsmanna ásamt forstöðumanni
 • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi
 • Samstarf og samráð við aðstandendur

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags-, menntunar- og/eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af þjónustu við fatlað fólk með flóknar og samsettar skerðingar
 • Þekking og reynsla á fötlunum barna og áhrifum þeirra á daglegt líf
 • Þekking á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmálanum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf í þjónustu við fatlað fólk
 • Góð samskiptafærni og samstarfshæfileikar
 • Góðir skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Sveitarfélagsins Árborgar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Störfin hæfa jafnt körlum sem konum.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega eigi síðar en 27.desember, 2018 til Félagsþjónustu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, eða á netfangið jf@arborg.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Frímannsdóttir, forstöðumaður á heimili fyrir börn, jf@arborg.is, eða í síma 480-1992.