Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

Í dag var birt sameiginleg yfirlýsing tuttugu og tveggja stéttarfélaga háskólamenntaðra.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Háskólamenntaðir hafa setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun launa á vinnumarkaði. Samþjöppun tekna á Íslandi er ein sú  mesta í Evrópu.

Ljóst er að það stefnir í mikinn skort á sérhæfðu starfsfólki til að mæta þörfum atvinnulífsins. Hlutfall ungs fólks á Íslandi sem hefur lokið háskólanámi er langt undir meðaltali OECD-ríkja. Við því verður að bregðast. Sé ekki gripið til aðgerða mun ávinningur af háskólamenntun minnka enn frekar. Þá er líklegt að háskólamenntaðir sæki meira í störf í löndum þar sem eftirspurn er eftir færni þeirra og lífskjör háskólamenntaðra eru betri en á Íslandi.

Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag háskólakennara
Félag háskólakennara á Akureyri
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
Félag íslenskra hljómlistarmanna
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félag lífeindafræðinga
Félag prófessora við ríkisháskóla
Félag sjúkraþjálfara
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Ljósmæðrafélag Íslands
Læknafélag Íslands
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Sálfræðingafélag Íslands
Stéttarfélag lögfræðinga
Stéttarfélag tölvunarfræðinga
Verkfræðingafélag Íslands
Viska
Þroskaþjálfafélag Íslands