Hagvaxtarauki kemur til framkvæmda hjá Reykjavíkurborg og ríkinu

Í gildandi kjarasamningi ÞÍ við  Reykjavíkurborg og ríkissjóðs er  tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði um greiðslu hagvaxtarauka.

Nú hefur verið staðfest að hagvaxtarauki að upphæð 10.500 kr. komi á taxtalaun  frá 1. apríl og til greiðslu þann 1. maí næstkomandi.

Frá 1. apríl bætist því hagvaxtaraukinn 10.500 kr. við grunnlaun í launatöflu gildandi kjarasamnings Reykjavíkurborgar. Hjá ríkinu segir að kauptaxtar muni hækka um 10.500 kr. og launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu verður 7.875. Launatöflur hafa hins vegar ekki verið birtar en von er á þeim eftir helgi. Þær verða í kjölfarið birtar á heimasíðu félagsins.