Breyting á gildistíma yfirvinnu 1 og 2 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg

Á samstarfsnefndarfundi ÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga var gert samkomulag þess efnis að gildistími yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 taki gildi fyrir dagvinnufólk þann 1. janúar 2021 og fyrir vaktavinnufólk þann 1. maí 2021 (í stað 1. október 2020).

Tilkynning barst frá formanni samninganefndar Reykjavíkurborgar um seinkun á gildistíma yfirvinnuálags sem breytast átti 1. október n.k.Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta þeim breytingum til 1. janúar 2021 eða þess gildistíma sem nær til styttingu vinnutíma dagvinnufólks.