Boðað er til vinnustaðarfundar 16. júní

Í kjölfar samþykktar laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna er boðað til vinnustaðafundar fyrir hönd þeirra stéttarfélaga sem lögin tala til.

Dagskrá fundarins er staða kjaraviðræðna og lagsetning á verkfallsaðgerðir BHM.

Sameiginlegur vinnustaðarfundur stéttarfélaganna verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 16. júní kl.14.30 – 16.00. Fundinum verður streymt og verður hægt að nálgast upplýsingar á bhm.is á morgun.

Fjölmennum og sýnum samstöðu!

 

Lögin taka til eftirfarandi félaga:

  1. Dýralæknafélag Íslands

  2. Félag geislafræðinga

  3. Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins

  4. Félag íslenskra félagsvísindamann

  5. Félag íslenskra hljómlistarmanna (Starfsmannafélag Sinfóníuhljóm­sveitar Íslands)

  6. Leikarafélag Íslands

  7. Félag íslenskra náttúrufræðinga

  8. Félag lífeindafræðinga

  9. Félag sjúkraþjálfara

  10. Fræðagarður

  11. Félagsráðgjafafélag Íslands

  12. Iðjuþjálfafélag Íslands

  13. Ljósmæðrafélag Íslands

  14. Sálfræðingafélag Íslands

  15. Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðing

  16. Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði

  17. Stéttarfélag lögfræðinga

  18. Þroskaþjálfafélag Ísland