BHM dregur samningsvilja ríkisins í efa.

BHM lýsir furðu vegna ummæla forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar lýsti hann því yfir að ekki yrði samið við ríkisstarfsmenn fyrr en að loknum samningum á almennum vinnumarkaði. Með framgöngu sinni dregur ráðherrann samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa.

Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi. Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.

Samninganefnd BHM hefur verið boðuð til fundar í hádeginu á morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum forsætisráðherra.