Ályktun frjá stjórn ÞÍ

Stjórn Þroskaþjálfafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem Strætó bs sinnir. Sá atburður sem átti sér stað þar sem ung stúlka varð eftir í bíl ferðaþjónustunnar er óásættanlegur og mikilvægt er að fara yfir alla verkferla hjá þeim aðilum til að svona harmleikur  endurtaki sig ekki.

 

Ferðaþjónustan gegnir mikilvægu hlutverki í daglegu lífi fatlaðs fólks og ýtir undir og eflir samfélagslega þátttöku þess. Fólk á að geta treyst að allir aðilar sem koma að þjónustu fatlaðs fólks sinni þeirri þjónustu eins og vera ber.

Stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands gerir þá kröfu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem og Strætó bs finni varanlega lausn á þjónustunni tafarlaust.