Ályktun frá Bandalagi háskólamanna

Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við þá framkvæmd Kópavogsbæjar að eyða kynbundnum launamun með því að lækka laun annars aðilans. Kynbundnum launamun verður aldrei útrýmt með þeim hætti að jafna laun niður á við.
 
Af sama tilefni ítrekar Bandalag háskólamanna þá afstöðu sína að menntun sé metin til launa og að launamunur sem byggir á starfsmati sé málefnalegur og þar með réttlætanlegur.