Ályktun

Stjórn sendi frá sér svohljóðandi ályktun á fjölmiðla í kvöld.
Ekki hefur verið gengið frá stofnanasamningi við Þroskaþjálfafélag Íslands frekar en önnur stéttarfélög sem starfa hjá LSH. Stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands fordæmir þær aðstæður sem fagstéttum sem vinna með fólk er sífellt og endurtekið boðið upp á. Sú forgangsröðun í samfélaginu að sjálfsagt þyki að greiða lág laun fyrir faglegt og vandasamt starf með fólk er óviðunandi og ekki boðleg velferðarþjóðfélagi, sem Ísland vill vera. Stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands hvetur velferðarráðherra og stjórnendur LSH til að hækka laun þroskaþjálfa og annarra fagstétta sem standa verulega höllum fæti innan LSH