Af aðalfundi ÞÍ

Á aðalfundi ÞÍ sem haldinn var 24. maí s.l. var kjörið í 17 trúnaðarstöður, auk þess sem kosið var um lagabreytingu og félagsgjöldum breytt.

Varaformaður ÞÍ, til tveggja ára:
Hanna Kristín Sigurðardóttir

Meðstjórnendur í stjórn ÞÍ til tveggja ára:
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir
Halldóra Jóhannesdóttir Sanko

Útgáfuráð til tveggja ára:
Trausti Júlíusson
Anna Björg Sverrisdóttir
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir

Útgáfuráð til eins árs:
Magnús Helgi Björgvinsson

Fagráð til tveggja ára:
Björg Maggý Pétursdóttir
Einar Þór Jónsson
Freydís Frigg Guðmundsdóttir
Kolbrún Stígsdóttir

Laganefnd til tveggja ára:
Margrét Rannveig Halldórsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Andrea Bergmann Halldórsdóttir

Kjörnefnd til tveggja ára:
Valborg Helgadóttir
Bjarghildur Pálsdóttir
Guðrún Jakobsdóttir

Lagabreyting:
Lagabreytingartillaga barst til kjörnefndar varðandi III. kafla - Stjórn félagsins og 5. gr. að felld yrði seinasta setningin úr greininni.:
Stjórn félagsins skipa sjö menn, sem aðalfundur kýs til tveggja ára í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. Framboð í þessi tvö embætti félagsins skulu liggja fyrir eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum og kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. Stjórnarmenn skulu vera með stéttarfélagsaðild að Þroskaþjálfafélagi Íslands. Ef stjórnarmenn, aðrir en formaður eða varaformaður, gerast fagaðilar á kjörtímabilinu, er þeim heimilt að sitja í stjórn fram að næsta aðalfundi. Engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en fjögur kjörtímabil. Fyrri stjórnarstörf formanns og varaformanns eru þó undanskilin.

Breytingartillaga við lagabreytingu var kynnt en hún var eftirfarandi:
Stjórn félagsins skipa sjö menn, sem aðalfundur kýs til tveggja ára í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. Framboð í þessi tvö embætti félagsins skulu liggja fyrir eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum og kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. Stjórnarmenn skulu vera með stéttarfélagsaðild að Þroskaþjálfafélagi Íslands. Ef stjórnarmenn, aðrir en formaður eða varaformaður, gerast fagaðilar á kjörtímabilinu, er þeim heimilt að sitja í stjórn fram að næsta aðalfundi. Engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en fjögur kjörtímabil. Fyrri stjórnarstörf formanns og varaformanns eru þó undanskilin. Engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en fjögur fimm tímabil. Fyrri stjórnarstörf formanns og varaformanns eru þó undanskilin.

Breytingartillagan að lagabreytingunni var samþykkt samhljóma og er því nú eftirfarandi:
Stjórn félagsins skipa sjö menn, sem aðalfundur kýs til tveggja ára í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. Framboð í þessi tvö embætti félagsins skulu liggja fyrir eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum og kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. Stjórnarmenn skulu vera með stéttarfélagsaðild að Þroskaþjálfafélagi Íslands. Ef stjórnarmenn, aðrir en formaður eða varaformaður, gerast fagaðilar á kjörtímabilinu, er þeim heimilt að sitja í stjórn fram að næsta aðalfundi. Engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en fjögur kjörtímabil. Fyrri stjórnarstörf formanns og varaformanns eru þó undanskilin. Engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en fimm tímabil. Fyrri stjórnarstörf formanns og varaformanns eru þó undanskilin.

Ákvörðun félagsgjalds:
Á aðalfundi BHM árið 2013 var samþykkt að félagsgjöld aðildarfélaganna til BHM yrðu greidd frá árinu 2016 af heildarlaunum en ekki dagvinnulaunum. Nær öll launatengdu gjöld vinnuveitandans eru greidd af heildarlaunum, ákveðið ójafnræði hafði verið á milli aðildarfélaga þar sem mörk á milli dagvinnulauna og heildarlauna voru afar misjöfn. Gjaldkeri ÞÍ hefur kynnt þetta á hverjum aðalfundi ÞÍ að þessu þyrfti að breyta hjá ÞÍ. Því var kosið um breytingu á félagsgjöldum í 1,2% af  heildarlaunum frá 1. júlí 2017 í stað 1,4% af dagvinnulaunum og var það samþykkt.

Óhjákvæmilega munu félagsgjöld lækka eða hækka hjá félagsmönnum, en stefna stjórnar er að lækka félagsgjöld eins hratt og hægt verður. Það verður því mikið fagnaðarefni þegar gjöldin geta orðið 1% af heildarlaunum.