Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands var haldinn í fjarfundi í gær

Laufey Elísabet Gissurardóttir, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi sem haldinn var í fjarfundi
Laufey Elísabet Gissurardóttir, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi sem haldinn var í fjarfundi

Á aðalfundi félagsins voru stjórn félagsins sem og fulltrúi kjörnefndar og laganefndar í húsnæði félagsins. Aðrir fundarmenn voru á fjarfundi vegna samkomutakmarkana. Stjórn þakkar félögum sem störfuðu í ráðum og nefndum á síðasta starfsári. Jafnframt býður stjórn nýja félagsmenn í ráð og nefndir velkomna til starfa.

Nú hefur verið uppfært í ráð og nefndir á heimasíðunni, sjá hér auk þess sem lagabreytingar hafa verið færðar inn á heimasíðuna, lögin má sjá hér