Samningar við sautján aðildarfélög BHM við ríkið hafa verið lausir frá því síðast liðið haust. Klukkan 16 í dag undirritaði samninganefnd ÞÍ nýjan samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna en á næstunni verða efnisatriði hans kynnt innan ÞÍ og því næst borinn undir atkvæði.
Umfjöllunarefni málþingsins eru Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi.
Staðsetning: Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík.
Tími: 26. janúar kl. 8:30 - 16:30.
Kostnaður: kr. 9.500
Þriðjudaginn 10. október, mun Andrea G. Dofradóttir og Rannveig Traustadóttir niðurstöður starfshóps í greiningu á sóknarfærum í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Jóhanna Einarsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, skipaði starfshópinn.
Þroskaþjálfafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við að yfirvöld menntamála hafi ekki tryggt að allir nemendur með sérþarfir sem sækja um í framhaldsskólum landsins fái skólavist, eins og þeir eiga rétt á. Félagið hvetur yfirvöld til að lagfæra þetta strax þannig að allir nemendur með sérþarfir sem sótt hafa um í framhaldskólum nú á haustönn fái þar inni. Yfirvöld verða að sýna í verki að menntun sé fyrir alla á Íslandi, ekki eingöngu suma!
Félagsfundur verður haldinn í Borgartúni 6 þriðjudaginn 24. apríl kl 17, þar sem kynnt verður vinna nefndar í framhaldi af lagabreytingu á aðalfundi félagsins vorið 2017 þar sem skoða átti kosti og galla þess að vera með tímamörk á setu formanns.