Þroskaþjálfar í grunnskóla og Covid. Upplifun þroskaþjálfa af fyrstu bylgju faraldursins og samtal um hvernig málin hafa þróast.

Þroskaþjálfar í grunnskóla og Covid. Upplifun þroskaþjálfa af fyrstu bylgju faraldursins og samtal um hvernig málin hafa þróast.

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Anna Björk Sverrisdóttir segja frá niðurstöðum hluta könnunar sem er hluti af stærri rannsókn fræðafólks frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á áhrifum COVID-19 faraldursins á skóla- og frístundastarf.
Um er að ræða spurningakönnun þar sem bæði voru opnar og lokaðar spurningar. Meginrannsóknarspurningin var: Hver er reynsla þroskaþjálfa í grunnskóla af áhrifum faraldursins á þjónustu við nemendur? Tilgangur könnunarinnar var að skoða reynslu þroskaþjálfa í grunnskóla af áhrifum faraldursins á þjónustu við nemendur og upplifun þeirra á faglegri ábyrgð sinni í skertu skóla- og frístundastarfi. Markmið hennar er að varpa ljósi á þjónustu og stuðning við nemendur og bera kennsl á leiðir og lausnir sem hafa reynst vel og munu jafnvel stuðla að bættri þjónustu við öll börn þegar faraldurinn er afstaðinn. Við lok erindisins verður gefið svigrúm til samtals um hvernig málin hafa þróast.

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi, aðjunkt og doktorsnemi og formaður þroskaþjálfafræðibrautar

Anna Björk Sverrisdóttir, þroskaþjálfi, aðjunkt og doktor

Skráning er nauðsynleg, hvort sem er á fjarfund eða að mæta í Borgartún 6. Í fyrstu verður miðað við 50 einstaklinga í sal.
Skráning