Sterkir þroskaþjálfar - andleg og líkamleg vellíðan í krefjandi starfsumhverfi

Starfsdagar Þroskaþjálfafélags Íslands verða haldnir að þessu sinni á Hótel Örk, Hveragerði þann 24. og 25. janúar næstkomandi.

Yfirheitið er Sterkir þroskaþjálfar - andleg og líkamleg vellíðan í krefjandi starfsumhverfi
Dagar: 24. og 25. janúar 2019
Verð: kr. 16.000,-
Styrkir: Hægt er að sækja um styrki fyrir bæði starfsdögunm og gistingunni í Starfsþróunarsetri háskólamanna og Starfsmenntunarsjóði BHM.

Skráning á starfsdagana

Skráning í hótelgistingu, stimpla inn promo kóða TFI19 til að tilboð ÞÍ á gistingu. (Athugið að TFI19 er Tryggvi Finnur Ingi einn níu)
Standard einbýli kr. 12.620,-  Standard tvíbýli kr. 15.270,-   Superior einbýli kr. 15.980,-   Superior tvíbýli kr. 21.445,-  Junior suite kr. 30.305,-  Suite kr. 49.320

Dagskrá:Hér er hægt að finna uppfærða dagsrká á prentvænu formi

Fimmtudagur  24. janúar

10:00-10:15                Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélagsins setur starfsdagana
10:15-11:00                Jákvæð samskipti – Pálmar Ragnarsson, BS í sálfræði, MA í viðskiptafræði og þjálfari
11:00-12:00                Mikilvægi handleiðslu - Elín Kristín Karlasdóttir, félagsráðgjafi og handleiðari  og Ólöf Unnur Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og handleiðari

12:00-13:00                Hádegismatur

13:00-13:45                Líkamleg heilsa, hreysti og vellíðan – Bjartur Guðmundsson, árangursþjálfi og leikari
13:45-14:30                Jákvæð samskipti á vinnustað – Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi

14:30-14:45                Kaffi

14:45-15:45                Núvitund - hugleiðsluæfingar og hláturjóga – Marta Eiríksdóttir, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi

16:00 -                        Listasafn Árnesinga - móttaka bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Aldísi Hafsteinsdóttur.
18:00 - 19:00              Happy hour á Hótel Örk
19:00 - 21:00              Hátíðarkvöldverður - matseðill kemur síðar
21:00 - 23:30              Hljómsveitin Peacemaker

Föstudagur 25. janúar  Vinnustofa - Auðna ráðgjöf - styrkleikamiðuð nálgun - Anna Jóna Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Auðna ráðgjöf stýrir vinnustofum

09:00 - 10:30             Vinnustofur

10:30 - 10:45              Kaffi

10:45 - 12:00              Vinnustofur

12:00 - 13:00              Hádegismatur

13:00 - 15:00              Vinnustofur

Uppbygging föstudagsvinnu
Markmiðið er að fjalla um streitu og streitutengda þætti, út frá styrkleikamiðaðri nálgun

Streita
Fjallað um streitu, þætti sem leiða til streitu, hvaða bjargráð virka best til að þekkja og koma í veg fyrir streitu.Verkefni þar sem farið er yfir bjargráðin í hópum. Fyrst skipulagðar umræður og að lokum skrifar hver og einn niður markmið fyrir eigin heilsu.

Styrkleikar
Farið yfir líkan um styrkleikamiða nálgun, helstu flokka styrkleika og hvernig á að bera kennsl á styrkleika og nýta þá.
Verkefni með styrkleikaspil og fleiri hjálpartæki til að þátttakendur geti fundið eigin styrkleika og annarra. Skoðað sérstaklega með tilliti til orku annarsvegar og kulnunar hins vegar.

Vinnuumhverfi
Kynntar rannsóknir á því sem stuðla að góðu vinnuumhverfi, þar sem starfsfólki líður vel og hefur á tilfinningu að það sé hluti af heild. Einnig farið í hvað veldur stressi og hvað dregur úr stressi. Verkefni um þá þætti sem vinna á móti streitu og kulnun og hvað er hægt að gera til að efla starfsfólk. Raunhæfar leiðir skoðaðar. Að lokum er efnið dregið saman.

Gott er að horfa á eftirfarandi erindi sem haldin voru í október og nóvember:

Heil heilsu og Taktu stjórn á streitunni