Kaffispjall á zoom

Sælir allir snallvæddu þroskaþjálfar.

Nú eru þið öll orðin svo klárir í fjarfundum að okkur finnst tími til kominn að þjálfa ykkur í fjarkaffi. Þess vegna bjóðum við í kaffispjall á Zoom fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00-21:30 þar sem við viljum heyra í ykkur hljóðið varðandi fræðslu, starfsdaga og annað almennt spjall.

Það eru auðvitað ekki allir sem þola kaffi svona seint en þá má skipta drykknum út fyrir eitthvað annað. Brjótum daginn upp og klæðum okkur í jólapeysu, setjum mögulega á okkur varalit eða jólakúlur í skeggið og látum hugmyndarflugið vinna með okkur.

Endilega skráið ykkur sem fyrst því salurinn tekur aðeins 100 manns, fyrstir koma fyrstir fá, skráning fer fram hér.

Hlökkum til að spjalla við ykkur,

Fagráð.