Hvernig óska ég eftir að ráða eigin lífi? (How to ask to live a life)

Ráðstefna um sjálfræði einstaklinga sem tjá sig ekki með hefbundum hætti. Haldin á Hótel Natura 24. nóvember 2017 á vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins í samvinnu við Háskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ og Landssamtökin Þroskahjálp. Þar  verður sjónum beint að þeim, sem af ýmsum ástæðum tjá sig með óhefðbundnum hætti. Réttur þeirra til aðstoðar við að fara með sjálfræði sitt verður skoðað út frá  samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Megináherslan verður þó á þær leiðir sem reynst hafa vel í þessum efnum, þar sem fatlaðir einstaklingar, réttindagæslumenn, starfsfólk félagsþjónustu, kennarar og fleiri koma við sögu.

Aðalfyrirlesari verður dr. Joanne Watson, ástralskur fræði- og áhugamaður á þessu sviði. Hún greinir frá doktorsrannsókn sinni og lýsir verklagi sem hún hefur þróað í að lesa í vilja þeirra sem hafa ekki talmál. Joanne mun í tengslum við ráðstefnuna miðla frekar af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem áhuga hafa.

Ráðstefnan er haldin á vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, Öryrkjabandalag Ísland og Landssamtökin Þroskahjálp.

Ekkert kostar á ráðstefnuna sem er fjármögnuð í gegnum framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Nánari dagskrá verður send síðar, en allir sem vinna með fólki sem á erfitt með að tjá sig með hefðbundnum hætti eru hvattir til  að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

Þeir sem vilja skrá sig strax geta gert það í gegn um þessa slóð hér: