Háskólanám án aðgreiningar

Málstofa á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00-15.00 í stofu K-208 á Menntavísindasviði við Stakkahlíð. 

 

Diana (Dee) Katovitch, Fulbright sérfræðingur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um háskólanám án aðgreiningar. Dee er aðstoðarforstöðumaður og verkefnastjóri jafningjastuðnings (peer-to-peer program) við InclusiveU sem er nám ætlað ungu fólki með þroskahömlun við Syracuse Háskóla í Bandaríkjunum. Á málstofunni mun Dee kynna þróun InclusiveU námsleiðarinnar, áskoranir og tækifæri. Einnig verður rætt um mikilvægi þess að háskólanám sé aðgengilegt öllum nemendum. Á málstofunni gefst tækifæri til að ræða stöðu mála hér á landi. 

 

Seminar on inclusive higher education: lessons from Syracuse. 

Syracuse University, a four-year R1 level research institution, has successfully included students with intellectual and developmental disabilities in its undergraduate programs for more than ten years.  How did the program develop? What are the benefits to both the students and the university? How can these ideas be replicated in other institutions?  This seminar is also an opportunity to discuss inclusion and accessibility for ALL students with disabilities in higher education

 

Um Diönu Katovich

Dee vann í 21 ár sem sérkennari í skólum New York fylkis. Hún er höfundur tveggja bóka um fötlun og samfélag: „The power to spring up – Postsecondary Education Opportunities for Students with Significant Disabilities (2009) og „Beautiful Children“ (2016), sem fjallar um fyrsta skólann sem stofnaður var í Bandaríkjunum fyrir börn með þroskahömlun. Dee leggur um þessar mundir jafnframt stund á doktorsnám í háskólafræðum við Syracuse háskóla.