Fundur með fyrrum íbúum á Kópavogshæli, aðstandendum þeirra og fyrrverandi starfsmönnum

Kynningar og upplýsingafundur í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993.

Í tilefni af skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 sem kom út 7. febrúar 2016, bjóða Átak félags fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands til kynningarfundar.

Kynningin verður á Grand Hótel Reykjavík, salnum Hvammi, miðvikudaginn 15. febrúar kl 17:00 – 19:00.

Kynningin er eingöngu ætluð þeim sem tengjast Kópavogshæli á einhvern hátt á þessu tímabili, fötluðu fólki sem bjó á Kópavogshæli, aðstandendum þeirra og starfsfólki.

Formaður vistheimilanefndarinnar, Hrefna Friðriksdóttir kynnir skýrsluna, Guðrún V. Stefánsdóttir fer yfir helstu atriðin á auðskildu máli og í kjölfar þess verður gefið svigrúm fyrir umræður. Allir þeir sem málið varðar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.