Bjargráðakerfið BJÖRG (Skills System) Námskeið á Hótel Örk dagana 21. - 23. mars 2023

Bjargráðakerfið BJÖRG (Skills System) er aðferð til að ná tökum á tilfinningastjórn. Aðferðin byggir á díalektískri atferlismeðferð (Dialectical Behavior Therapy/DBT) og er þróuð til að gagnast jaðarsettum hópum sem hafa átt erfitt með að nýta sér hefðbundna nálgun. Bjargráðakerfið BJÖRG nýtist bæði börnum sem fullorðnum. Umfangsmikið efni liggur fyrir í íslenskri þýðingu. Námskeiðið er ætlað fagfólki (t.d.félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og þroskaþjálfum) sem vinna í velferðarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu og/eða starfsendurhæfingu. Námskeiðið samsvarar 24 kennslustundum.

Innihald:
● Fræðilegur grunnur og forsendur Bjargráðakerfisins Bjargar.
● Kennd eru hugtök aðferðarinnar og uppbygging kerfisins.
● Þjálfun í notkun aðferðarinnar með æfingum og hlutverkaleikjum.
● Kennsla í skipulagi og uppbyggingu einstaklings- og hópaþjálfunar.
● Hátíðarkvöldverður á Hótel Örk 22 mars.

Kennsla:
Umsjón námskeiðsins, kennsla og þjálfun er í höndum eftirfarandi aðila sem skipa framkvæmdahóp Bjargráða:
● Bjargey Una Hinriksdóttir, þroskaþjálfi
● Brynja Guðmundsdóttir, sálfræðingur
● Elva Ösp Ólafsdóttir, þroskaþjálfi
● Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
● Þóra Björk Bjarnadóttir, sálfræðingur
Auk þess hefur Halldór Kr. Júlíusson sálfræðingur komið að öllum undirbúningi fyrir námskeiðið. Þau hafa öll réttindi sem bjargráðameistarar (Skills master).

Kennsluefni:
● Tvö fjarkennslunámskeið: Grunnnámskeið og námskeið í notkun kerfisins. Námskeiðin/myndböndin eru á ensku en með íslenskum texta. Þátttakendur fá aðgang að efninu þegar þeir greiða þátttökugjald að námskeiðinu. Ætlast er til að þeir kynni sér efnið fyrir námskeiðið. 
● Þátttakendur fá eintak af handbók höfundar: The Emotion Regulation Skills System for the Cognititively Challenged Client: A DBT- Informed Approach, Julie F. Brown (2016).
● Þátttakendur fá aðgang að íslenskri þýðingu á handbók sem notuð er sem vinnubók í kennslu og þjálfun (prentuð og í rafrænum aðgangi í ár).
● Þátttakendur fá kynningu á og aðgang að 12 skipta þjálfunarnámskeiði í íslenskri þýðingu sem hentar bæði hópum eða einstaklingum (prentað og í rafrænum aðgangi í ár) .

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa þekkingu til að nota Bjargráðakerfið Björgu í faglegu starfi og skipuleggja einstaklings- og hópnámskeið. Í heildina er námskeiðið 34 klukkustundir þar sem fjarnámseiðin tvö eru 10 kennslustundir og námskeiðið 24 kennslustundir.

Námskeiðið er haldið af félaginu Bjargráð ehf. Félagið vinnur að innleiðingu Bjargráðakerfisins Bjargar sem verkfæri í velferðar- og geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Félagið mun veita þátttakendum eftirfylgd með ráðgjöf og tveimur vinnustofum og aðgang að efni í íslenskri þýðingu í ár.

Þátttökugjald er kr.135.000 (athugið að skráningar- og umsýslugjald er 13.500 kr. sem er óafturkræft). Hægt er að panta gistingu á Hótel Örk sem þátttakendum býðst á hagstæðu verði, þáttakendur panta gistinguna rafrænt og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Bjargráða varðandi notkun á afsláttarkóða. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning verður á heimasíðu Bjargráða ehf. www.bjargradakerfi.is. Dregist hefur að opna heimasíðuna en unnið er að því og frá og með 6. febrúar verður hægt að skrá sig. Kær kveðja, Framkvæmdahópur Bjargráða ehf bjargradakerfi@gmail.com

bjargradakerfi