Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. 
Aðalfundur verður haldinn þann 23. maí næstkomandi klukkan 17 í húsnæði félagsins, Borgartúni 6, 3. hæð, 105 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt.

Þessi eru skyldustörf aðalfundar:
  • a) kosnir starfsmenn fundarins
  • b) formaður leggur fram skýrslu stjórnar
  • c) gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess
  • d) lagabreytingar
  • e) kosning í stjórn, nefndir og ráð
  • f) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara
  • g) lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin
  • h) önnur mál

Aðalfundargögn er að finna á eftirfarandi slóð http://www.throska.is/is/um-felagid/thi/adalfundargogn