Óskað eftir þroskaþjálfum í bakvarðasveit velferðarþjónustu

Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu. Óskað er eftir liðsinni úr hópi almennra starfsmanna auk félagsliða, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í velferðarþjónustunni með skömmum fyrirvara.

Laun verða greidd af viðkomandi sveitarfélagi eða stofnun í samræmi við gildandi kjarasamninga eða stofnanasamninga eftir því sem við á. Eftir að skráningu er lokið verður haft samband við viðkomandi um næstu skref. Athugið að liðið getur einhver tími frá skráningu þar til samband verður haft um næstu skref, allt eftir álagi á hverjum tíma.

Upplýsingar sem skráðar eru verða geymdar í gagnagrunni sem hýstur er á gagnasvæði félagsmálaráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa í velferðarþjónustu vegna COVID-19 veirunnar. Upplýsingar í grunninum verða notaðar af félagsmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem munu, eftir atvikum, miðla skráningarupplýsingum um einstaka aðila til sveitarfélaga og stofnanna sem ríkið rekur svo ráðningaraðilar geti haft samband við viðkomandi aðila. Skráning í gagnagrunninn byggist á samþykki viðkomandi sem ávallt er hægt að draga til baka.

Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, sem mun í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga veita upplýsingar um aðila til sveitarfélaga og stofnanna í velferðarþjónustu eftir því sem við á og í samræmi við þau störf sem fólk gefur kost á sér í.

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi einstaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga

Takk fyrir liðsaukann!

Skráning hér