Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum í trúnaðarstörf fyrir félagið

Þroskaþjálfar sem vilja gefa kost á sér hafi samband við formann kjörnefndar ÞÍ, Valborgu Helagadóttur á netfangið valborg.helgadottir@gmail.com

Kjörnefnd ÞÍ  auglýsir hér með eftir félagsmönnum  sem áhuga hafa á að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Hlutverk kjörnefndar er að leita eftir frambjóðendum til stjórnar, nefndar og ráða fyrir aðalfund ÞÍ í samræmi við lög félagsins. Aðalfundur ÞÍ verður haldinn mánudaginn 18. maí kl. 16:30 á 4. hæð í Borgartúni 6 (fundinum verður einnig streymt). 

Á aðalfundinum 18. maí n.k. verður kosið í eftirfarandi  trúnaðarstöður:

  • Formann ÞÍ til tveggja ára
  • Þrjá aðalmenn í stjórn ÞÍ til tveggja ára
  • Fjóra í fagráð ÞÍ til tveggja ára
  • Þrjá í útgáfuráð ÞÍ til tveggja ára
  • Tvo í laganefnd til tveggja ára
  • Tvo í kjörnefnd til tveggja ára

 

Þroskaþjálfar sem vilja gefa kost á sér í einhverja af framangreindum trúnaðarstöðum er bent á að hafa samband við Valborgu Helgadóttur, formann kjörnefndar fyrir 5. apríl 2020.