Þroskaþjálfinn 2024 kominn út

Nýtt tölublað af Þroskaþjálfanum er komið út, stútfullt af spennandi efni. Í því er fjallað um smáforritið Beanfee, þjónandi leiðsögn, mannréttindamiðaða nálgun í öldrunarþjónustu, menntun nemenda með þroskahömlun á framhaldsskólastigi, EAMHID ráðstefnuna í Helsinki, málþing ÞÍ, gerfigreind fyrir fólk með einhverfu, jákvætt kynlíf og margt fleira! Auk þess rifjar Friðrik Sigurðsson upp árin í Þroskaþjálfaskólanum í bráðskemmtilegri grein. Blaðið má finna með því að smella á myndina.