Yfirlýsing vegna handtöku og brottvísunar fatlaðs manns

Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands taka heils hugar undir yfirlýsingu Landsamtakanna Þroskahjálpar frá 3. nóvember síðastliðnum um framkvæmd brottvísunar fatlaðs flóttamanns.

Félögin vilja beina því til yfirvalda að þau virði Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í hvívetna, en ljóst er að það var ekki gert við þessa framkvæmd. Að auki vilja félögin benda á að yfirvöldum er einnig skylt að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar um börn á flótta er að ræða.

Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags íslands
Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Tryggvi Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands
Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands