Undirritun á samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samkomulagið var undirritað með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Kynning á samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningi ÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram þriðjudaginn 16. maí klukkan 17:00

Kosning er hafin, til að kjósa skal fara inn á kosningasíðu – www.bhm.is/kosning og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þroskaþjálfar sem starfa hjá sveitarfélögum (öðrum en Reykjavík) hafa fengið sendan tölvupóst með fundarboði ásamt samkomulaginu.

Hvetjum öll sem eiga aðild að samningi að kjósa

Kosningu lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 19. maí.