Launatöfluauki til ríkisstarfsfólks

Við síðustu kjarasamninga var samið um launatöfluauka fyrir kjarasamningstímabilið 2024 - 2028. Honum er ætlað að stuðla að því að þróun launakostnaðar starfsfólks á opinberum markaði haldi að jafnaði í við þróun launakostnaðar sambærilegra hópa á almennum markaði. Bera saman á heildarsamtökin BHM hjá ríki við sérfræðinga á almennum markaði (ÍSTARF bálkur 2). Fyrsta viðmiðunartímabilið er desember 2023 til desember 2024. Hjá ríki leiddu niðurstöður mælingar til breytingar á launatöflu sem tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi um 1,24%. Sjá má nýja launatöflu hér.