Hlaðvarpið Þroskaþjálfinn

Hlaðvarpið Þroskaþjálfinn er á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands.  Hlaðvarpsstjórinn er þroskaþjálfinn Auður Björk Kvaran og fær hún til sín gesti .

Tilgangurinn með hlaðvarpinu er að varpa ljósi á starfshætti, starfsumhverfi og ólík störf þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir fagaðilar sem standa vörð um réttindi og velferð einstaklinga. Þeir starfa í fjölbreyttum störfum á ólíkum sviðum samfélagsins, með einstaklingum á öllum aldursskeiðum með ólíkar þarfir. Þroskaþjálfar stuðla að aukinni valdeflingu, bættri líðan, inngildingu, sjálfræði og fullri samfélagsþátttöku einstaklinga.

 

Nú þegar hafa verið birtir 2 þættir. Í fyrsta þætti fékk Auður til sín Laufeyju Elísabetu Gissurardóttur, formann ÞÍ og Jóhönnu Margréti Einarsdóttur þroskaþjálfa og fulltrúa fagráðs og afmælisnefndar ÞÍ til sín í spjall um fræðsludagana.

Þemað í öðrum þætti er framhaldsskólinn og fékk Auður til sín Önnu Björk Sverrisdóttur, þroskaþjálfa og doktor og lektor við HÍ, Hrönn Erlingsdóttur, þroskaþjálfa í framhaldsskóla og Þórunni Guðrúnu Einarsdóttur, þroskaþjálfa í grunnskóla á unglingastigi í samtal um framhaldsskólamál.

 

Hvetjum  ykkur eindregið til að hlusta, það eru ákveðin skref að máta félagið á nýjum vettvangi hlaðvarpsins, en um leið er það ævintýralega skemmtilegt! Með því að smella á myndirnar hér að neðan, færist þið sjálfkrafa á hlaðvarpið Þroskaþjálfinn.