Fréttir frá aðalfundi Þroskaþjálfafélags Íslands
16.05.2025
Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands var haldinn 14. maí. Á þessu ári fagnar félagið 60 ára afmæli.Kosið var um embætti varaformanns og voru tvær konur í framboði: Auður Björk Kvaran og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir. Jóhanna Lilja hlaut kjör með 58,89% greiddra atkvæða.
Auður Björk Kvaran og Þórdís Adda Haraldsdóttir voru sjálfkjörnar í stjórn félagsins.
Frá störfum í stjórn ganga Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, sem gegnt hefur embætti varaformanns, og Anna Björk Sverrisdóttir meðstjórnandi. Þroskaþjálfafélag Íslands þakkar þeim báðum innilega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Einnig eru öllum þeim sem nú láta af störfum í ráðum og nefndum félagsins færðar kærar þakkir fyrir þeirra framlag. Nýkjörnir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir til starfa í ráð og nefndir.
Það er félaginu afar mikilvægt að hafa samhent og öflugt fólk að störfum í þágu félagsins – og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs á þessum merku tímamótum í sögu félagsins.