Fyrsti árgangur þroskaþjálfa með 240 ECTS einingar til starfsréttinda

Laugardagurinn 25. júní var stór dagur í sögu Þroskaþjálfafélags Íslands þegar fyrsti árgangur þroskaþjálfa útskrifaðist eftir fjögurra ára nám eða með 240 ECTS einingar til starfsréttinda. Þar sem HÍ er ekki með sérstaka útskrift fyrir þá sem sækja sér viðbótardiplómuna til starfsréttinda þá bauð félagið útskriftarnemum og gestum þeirra til útskriftar í húsnæði félagins í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ

Þá komu fulltrúar frá Menntavísindasviði HÍ og héldu utan um útskriftina. Nýútskrifuðu þroskaþjálfarnir munu starfa eins og allir aðrir þroskaþjálfar samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa.
Virkilega góður og skemmtilegur dagur eins og myndirnar sýna.ÞÍ þakkar sérstaklega starfsfólki Menntavísindasviðs fyrir að gera þessa útskrift mögulega og þar með daginn hátíðlegan.