Desemberuppbót 2022

Þann 1. desember skal greiða desemberuppbót og miðast upphæðin við 100% starfshlutfall. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Við hvetjum félagsmenn okkar til að skoða launaseðla sína um næstu mánaðarmót.

  • Ríki – 98.000 kr
  • Reykjavíkurborg, Ás styrktarfélag og Skálatún – 109.100 kr.
  • Sveitarfélög – 124.750 kr.
  • Almennur markaður – 98.000 kr.