"Ola - venjulegur óvenjulegur gaur" - Sérstök sýning í Bíó Paradís

Þroskaþjálfafélag Íslands í samvinnu við Fellesorganisasjonen (FO), stærsta fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa og félagsráðgjafa í Noregi, bjóða til sérstakrar sýningar myndarinnar „Ola – venjulegur óvenjulegur gaur“ fimmtudaginn 19. október kl. 17.00 í Bíó Paradís. Sýningin er haldin í tilefni þess að Nordisk forum for socalpedagoga (NFFS) fundar í Reykjavík dagana 19. og 20. október og hefur Þroskaþjálfafélag Íslands stjórnina árið 2023.
 
Ola er 30 ára og býr í þorpinu Vidaråsen sem liggur á milli Tønsberg og Sandefjord. Þar býr hann nálægt náttúrunni í samfélagið sem byggir á þátttöku, skilningi og virðingu. Ola er einlægur, fyndinn og heiðarlegur maður. Hann er með væga þroskahömlun og talar opinskátt og af undrun um lífið. Þegar Ola missir mikilvægan hlut í lífi sínu, hugleiðir hann lífið og hvað hann getur gert til að verða sjálfstæðari.
„Ola – venjulegur óvenjulegur gaur“ er hugljúf mynd um jafnrétti og mikilvægi þess að líða vel og vera öruggur með sjálfan sig. Þetta er náin og heiðarleg mynd sem hjálpar til við að brjóta niður veggi í samfélaginu. Myndin er á norsku og með enskum texta.
 
 
Við bjóðum ykkur öll velkomin á frumsýningu á Íslandi, fimmtudaginn 19. október kl. 17.00


Sýnishorn
https://www.filmweb.no/film/UAV20225989#13.09.2023