Aðalfundur ÞÍ haldinn 16. maí næstkomandi

Boðað hefur verið til aðalfundar ÞÍ fimmtudaginn 16. maí klukkan 17. Boðið er upp á að mæta í Borgartún 27, 2. hæð eða að mæta á staðfund. 

 

Félagsfólk þarf að skrá sig hvort sem það mætir í hús eða á fjarfund sjá hér .

Þau sem skrá sig á fjarfund fá tengil á hann sendan í tölvupósti. Vinsamlega skráið ykkur fyrir kl. 12.00 þann 16. maí 2024

Aðalfundargögn má sjá á heimasíðu félagsins, sjá hér. Fleiri gögn birtast þar jafnóðum og þau berast.

Aðalfundarstörf verða eftirfarandi:

  • a) kosnir starfsmenn fundarins
  • b) formaður leggur fram skýrslu stjórnar
  • c) gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess
  • d) lagabreytingar
  • e) kosning í stjórn, nefndir og ráð
  • f) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara
  • g) lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin
  • h) önnur mál

Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur.