Forstöðumaður yfir heimilum fyrir börn

Leitað er að öflugum forstöðumanni til starfa á heimili fyrir fötluð börn. Um er ræða 100% starf sem felur í sér yfirumsjón með tveimur heimilum fyrir börn og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að vinna eftir þjónandi leiðsögn með áherslu á sjálfstætt líf. Heimilið er rekið af fjölskyldusviði Árborgar en tilheyrir Byggðarsamlagi Bergrisans Bs.

Um er að ræða 100% starf.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 13.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur forystu, stýrir og ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum í málefnum fatlaðs fólks.
  • Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilins ásamt stjórnun og starfsmannamálum.
  • Gerð starfsáætlana, vaktaskipulags og framkvæmdaáætlana.
  • Innkaup vegna reksturs og umsjón eignar.
  • Að vinna eftir kröfulýsingu heimilisins.
  • Ábyrgð á velferð og þjónustu við íbúa, stýri að þeir fái þá þjónustu og þjálfun sem nauðsynleg er til að efla sjálfstæði þeirra og færni og þeim nýtist almenn þjónusta.
  • Samskipti við helstu samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
  • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannauðsstjórnun er skilyrði.
  • Þekking á málefnum fatlaðs fólks skilyrði.
  • Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð samskiptahæfni, leiðtogahæfni og hæfni til að vinna faglega með börnum, foreldrum og samstarfsaðilum.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.