Upplýsingafundur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki

Á fundinn mættu fulltrúar frá Reykjavíkurborg: Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar, Stella Kr. Víðisdóttir sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Lóa Birna Birgisdóttir starfsmannastjóri velferðarsviðs og María Rúnarsdóttir verkefnastjóri yfirfærslunnar.

 
1.   Laufey Gissurardóttir formaður Þ.Í bíður fundarmenn velkomna. 
Laufey talar um að umræða um yfirflutning er búin að eiga sér stað lengi og að Þ.Í fagnar þeirri ákvörðun og telur þessar breytingar til góðs. Nefnir líka að allar breytingar kosta fjármagn og óvissu.   Starfsvettvangur þroskaþjálfa hjá RVK mun breytast með yfirfærslunni og að stéttin hafi frá upphafi barist fyrir kjörum fatlaðs fólk. Einnig ræddi Laufey um hvað þroskaþjálfastéttin stendur fyrir og hvað starfið felur í sér. Að lokum kom Laufey inn á að málefnaleg gagnrýni er góð.
 
Bjargey Una fundarstjóri kynnir dagskrá  og yfirskrift fundarins sem er:
·         Hvaða hlutverki munu þroskaþjálfar gegna í velferðarþjónustunni og vera formlega skilgreinda sérstakar stöður (eyrnamerktar þroskaþjálfum).
·         Hafið þið mótað ykkar stefnu um hve hátt hlutfall starfsmanna skuli vera fagmenntað?
·         Verður lögð áhersla á uppbyggingu persónulegrar aðstoðar og ef svo er hvernig verður staðið að henni?
 
 
2.   Björk Vilhelms formaður stýrihóps um yfirfærsluna:
Í stýrihópnum eru:  Stella KR. Víðisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir , Anna Kristinsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Björk Vilhelmsdóttir. 1 fulltrúi frá Þroskahjálp og 1 frá ÖBÍ sem talsmaður notenda.  
Í drögum að framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að nýta hæfni og þekkingu starfsmanna SSR til þess að tryggja samfellu í þjónustu og áframahaldandi þróun sem byggir á reynslu. Reykjavíkurborg fagnar því að fá alla þá þekkingu og reynslu sem þroskaþjálfar hafa til að bera í starfsmannaflóruna sem fyrir er á Velferðarsviði.   Þörfin minnkar ekki heldur eykst og það þarf klárlega þekkingu til að sinni ákveðinni  þjónustu. Það hefur ekki verið stefna Reykjavíkurborgar að eyrnamerkja stöður ákveðnum stéttum heldur er leitast við að hafa blandaða fagþekkingu og ráða þann sem er hæfastur í starfið hverju sinni. Björk kynnti vinnu við mótun framtíðarsýnar Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk sem er hafin og innan skamms verður kallað eftir ábendingum frá öllum þeim sem áhuga hafa á málinu og vilja koma að mótun framtíðarsýnar borgarinnar í þjónustu við fatlað fólk.  
Það verður lögð áhersla á NPA hjá RVK. 
-      Rvk lítur svo á að taka við þjónustunni 1.janúar og ríkur vilji til að gera það vel.
-      Ekki hefur enn verið skrifað undir samkomulag og hægt gengur að ganga frá þessu verkefni til að fá aðkomu að málunum sem fyrst. Margt sem ekki er hægt að undirbúa þar sem ekki liggur fyrir samningur. Þó er unnið að yfirfærslunni alla daga og fullur hugur í fólki. Eitt samfélag fyrir alla er sýn sem er ráðandi hjá borginni. 
 
 
3.   María Rúnarsdóttir verkefnastjóri:
-       Minnir á upplýsingagátt um yfirfærsluna sem er að finna á: http://www.reykjavik.is/fatladir. Hægt er að skrá sig á póstlista hjá upplýsingagáttinni með því að senda póst á netfangið: www.fatladir@reykjavik.is.
 
4.   Lóa Birna Birgisdóttir.:
-       Er í vinnuhóp ásamt fulltrúum SSR og það er mjög gott samstarf á milli RVK og SSR. Þegar geðfatlaðir fluttu yfir til RVK lærðu þau mikið á þeirri yfirfærslu sem þau eru að nýta sér, bæði það sem gekk vel og það sem síður fór. 
 
5.    Björk bætir við: til að samstarf geti orðið sem best þurfa þau að fá upplýsingar jafnóðum. Fengu gagnrýni að ekki væri leitað nógu mikið til þroskaþjálfa. Hvetur þroskaþjálfa að skoða erindisbréfin og sjá hvar okkar reynsla getur nýst vel og láta vita. Í mannauðshópnum eru 6 fulltrúar, þar af 1 frá SSR en í hópnum eru 3 þroskaþjálfar. Hvetur fólk til að skoða gáttina og sjá hvar vantar og hvort eitthvað vanti inn í.
 
6.   Spurningar úr sal:
 
Þóroddur: var á fundi með þroskaþjálfum og öllum fannst þeir vita lítið og finnst að þurfi að vera til styttri leið að spyrja spurninga heldur en í gegnum gáttina.   Hvernig við getum tekið það besta úr hverju kerfi fyrir sig. Hvetur fólk til að koma beint með spurningar til þeirra sem hér sitja.
 
 
Helga birna: spyr um þróun NPA, hvort hugleidd hafi verið  fjármögnun á NPA og hvort hún komi beint frá neytenda þjónustu, ef svo er hvernig verður komið í veg fyrir að fólk velji ódýra þjónustu en kannski lakari vegna fátæktar. Verður gerð veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar um leið og SSR verður lagt niður.
Björk svarar: Þessi framtíðarsýn sem verið er að móta er hugmyndafræðin sem liggur til grundvallar hvernig við viljum þróa þjónustuna og vinna. Borgarráð hefur samþykkt að byggja á Samningi sameinuðu þjóðanna. Ætla ekki að breyta stjórnsýslu borgarinnar svo fatlaðir geti leitað eftir þjónustu þar sem þeir þurfa eins og aðrir, ekki stefna um að búa til fötlunardeildina. 
Fjármagn NPA: byggir á samkomulagi  ríkis og sveitarfélaga. Það er fé lagt inn í þjónustuna frá ríkinu sem verður deilt út í sveitarfélögin. Verður ákveðin hagræðing við að samþætta aðra þjónustu. En eru ekki komin að þeim stað í áætlanagerðinni.
 
Stella svarar: Við hefðum viljað að málin gengu hraðar fyrir sig. Það er  ekki búið að skrifa undir og ekki búið að ganga frá lagafrumvarpinu. Ýmis atriði stoppa í vinnslu af því þessu er ekki lokið. Þegar samkomulagið kemur verður það mjög ýtarlegt, og þá mun margt skýrast. Þar er tekið á ýmsum þáttum eins og t.d NPA.  Sveitarfélögin eiga eftir að setja sér reglur sem þau gera þegar þau fá þjónustuna í hendur. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins eru að forma yfirlýsingu um að þau geti verið í einhverskonar samstarfi og vilja hafa samráð. Vita að allt fellur ekki inn í borgina án þess að þurfa að breyta.    Stjórnsýslan: eru með 6 kerfi í borginni, fólk leitar þá beint í þjónustumiðstöð í sínu hverfi, svo það fellur inn í pakkann eins og hjá öðrum. Hugmyndafræðin birtist jafnvel líka í samkomulagi. 
 
 
 
Valborg: Spyr um innkaupakort: Virka þau eins og debetkort og er hægt að taka út í hraðbanka  og millifæra. Er bara hægt að fara í ákveðnar búðir til að versla, verður ekki hægt að hafa lausan pening, hver er hugmyndafræðin á bak við að setja slík kort inn á heimili?
 
 
Björk svarar: Innkaupakort: hefur verið tekið upp í stýrihóp og verið er að skoða þetta. Hugsunin að tryggja íbúa fyrir því að starfsfólk geti rænt þá. Skiptir máli að stofnanagera ekki heimili fólks, innkaupakerfi á ekki að stjórna hvað hver vill og hvar það megi eða eigi að versla, þetta þarf að endurskoða. En það þarf líka að tryggja öryggi heimilisfólks.
 
Stella svarar: Innkaupakortin:  ef það fellur ekki inn í verður fundin leið og leyst úr því.  
 
 
Halla: Það er ekki aðgengi fyrir fatlaða í kjallara í Miðgarði, lyftan er þröng, á að gera hana aðgengilega? Eða finna annað húsnæði fyrir Miðgarð?
Stella svarar: Verið er að gera úttekt á aðgengi, og það verður tryggt alls staðar. Ef aðgengi er ekki gott í miðgarði þá verður það skoðað en Miðgarður verður ekki fluttur. Alla vega ekki núna. Áhersla verður lögð á aðgengi fyrir alla.
 
Unnur fríða: Verður húsnæði áfram leigt hjá ÖBÍ?  Eiga íbúar á  hættu að verða fluttir  annað án þess að hafa neitt um það segja?
 
Húsnæði ÖBÍ: verkefnastjórnin er að taka á húsnæðismálum . það verður gengið frá því við yfirfærsluna, jafnvel sett inn í sérstakt félag, sem getur jafnvel gert breytingar seinna. Verður gert í samráði við forstöðumenn og íbúa. 
Öbí leigan búin að hækka mikið og verður skoðað hvort hægt verði að finna lausnir og nota frekar í þjónustuna.
 
Rósa: dagþjónustumál, hvar pössum við inn í ykkar kerfi? Hvernig ætlar RVK að taka á móti öllum þessum starfsmönnum.
 
Dagþj: rekstur á starfseiningum í borginni, munu setja rekstur undir þjónustumiðstöðvar í hverju hverfi. Það sama á við um dagþjónustuna. Hún færi jafnvel undir þjónustusmiðstöð í sínu hverfi. Þegar yfirfærslan á sér stað verður búið að finna út úr á hvaða stað hver verður.
 
 
Lóa birna svarar: 2 starfshópar  í gangi um starfsmannamál. Verið er að vinna  að móttöku, rafrænni yfirfærslu á gögnum og  kynningu  fyrir starfsfólk. Móttökuáætlun gefin út á næstunni. Ef þið hafið ábendingar getið komið til þeirra upplýsingum.
 
Björk: móttaka starfsmanna: skiptir miklu máli  að vel verði tekið á móti nýju starfsfólki. Skiptir máli að verði einn starfsmannahópur innan velferðarkerfisisns, en ekki SSR hópur, heldur allt einn hópur. 
 
 
Guðbjörg: verður tryggt að RVK geri samning við Ás styrktarfélag.
 
Varðandi Ás: það stendur ekki til að breyta þeim samningum, RVK tekur við þeim samningum og það verður óbreytt. Spurning í framtíðinni hvort þau sjái möguleika á að breyta, t.d sérhæfing. En breytist ekki 1.jan.
 
Særún spyr: slæmt ef AMS verður ekki tenging við okkur lengur.  Hvernig verður með handleiðslu, endurmenntun o.f.l  föllum við beint inn í ykkar kerfi.
Atvinnumál: bendir margt til að AMS verði áfram hjá ríkinu og atvinnumál fatlaðra.
 
Stella: starfsmenn sem koma yfir frá SSR, ganga inn í kerfi RVK. Sama gengur yfir alla þar, starfsmannastefna, handleiðsla o.fl.. Það hefur gengið vel að fá nýja starfsmenn inn eins og t.d heimahjúkrun. Mikilvægt að vera ekki við og þið heldur einn hópur.
 
Lóa: RVK er með öfluga  handleiðsluáætlun. Eru með ákveðið fyrirkomulag á handleiðslu og allir falla undir það. Markmið að starfs og símenntun sé öflug.
 
Elsa:  það vantar dagþjónustu starfsþjálfunarstað eins og Örva verður hann búinn til? Ferðaþjónusta fatlaðra verður breyting þar, t.d að komast í kirkju á sunnudagsmorgnum.   Það þarf að laga ferðaþjónustu fyir þessa einstaklinga. Npa: tilraunaverkefni á Sléttuvegi, verður horft á hvort einstaklingar geti haft NPA þjónustu að hluta til og hina líka.
 
Björk svara: Ferðaþjónusta er tengd þjónustu almenningsvagna, fólk fær ekki strætó á sunnudagsmorgnum hvort sem þú ert fatlað eða ekki. Mikil fjölgun hefur verið hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Er sprungin og vantar tugi milljóna fyrir þetta ár. Þjónustan aukist mikið á þessu ári. Fatlað fólk fær áfram þjónustu um 67 ára en fer ekki yfir í akstursþjónustu aldraðra. Verður ekki bætt inn í hana. Hver ferð alltof dýr. Verður að finna ódýrari lausnir í því. Verðum að hugsa út frá jafnræði, í staðinn fyrir almenningssamgöngur. Eru með stóran hóp í ferðaþjónustu sem gæti jafnvel nýtt sér almenningssamgöngur. Megum ekki vera of mikið að sérþjónusta fólk.
 
 
Stella svarar: í sambandi við nýjan starfsþjálfunarstað: eitthvað sem þarf að skoða , gerist ekki 1.janúar 2011. Það liggur ekki fyrir með atvinnumálin hvort þau fara yfir, en heyrist á öllu að þau verði eftir. 
 
 
 
Valborg:
Fatlaðir borga hverja ferð hjá Ferðaþjónustunni, geta fatlaðir fengið kort eins og almenningur t.d grænt kort. 35 þúsund á mánuði getur kostað  fyrir einstakling á mánuði. Fatlaðir hafa ákveðinn kvóta á ferðum. 
 
Björk svarar:  ekki heyrt hugmynd um kort fyrir fatlaða, en finnst það góð hugmynd. 
 
Ólafía: verða ráðnir starfsmenn inn á þjónustumiðstöðvarinnar þegar málaflokkurinn fer yfir? Er ráðningarbann?
 
Lóa: verið að skoða hvort starfsmenn verði ráðnir inn á þónustumiðstöðvarnar.  Ekki hægt að svara því núna, en verið er að vinna í því.
Ráðningabann: það er verið að ráða í þau störf sem þarf að manna eins og inn á heimili fólks.
 
 
Maggi: hálfur desember verður ekki notaður í neitt því undirbúningur fyrir jólin er í gangi . Af hverju á yfirfærslan að eiga sér stað um áramót? Starfsmenn vita ekki neitt og minna en 60 dagar til stefnu af hverju?
 
Björk: Ekki hægt að tala við alla hjá SSR þar sem ekki er búið að ganga frá samningnum, ekki allt komið á hreint. Hafa ekki  svörin  fyrr en búið er að skrifa undir. Mjög mikilvæg að tala við starfsfólk og notendur. En daginn eftir að skrifað verður undir verður talað við starfsfólk og notendur. 
 
 
Valdís spyr um: réttindamál og lífeyrismál
 
Lóa Birna svarar: Réttindamál: verið er að vinna að bæklingi um þessi mál og hann er alveg að fara að koma út. Áunnin réttindi flytjast yfir. En flest svör ættu að vera þar.
 
 
Laufey: allir fara yfir og halda réttindum eins og b lífeyrissjóður, sama á við um GRR.
 
Þóroddur: þroskaþjálfar sem fara yfir til RVK eftir tvö ár fá ekki að halda réttindum þá.  Bara eins og aðrir sem ráða sig hjá RVK.  En þegar við flytjum um áramót höldum við okkar launum og kjarasamningum. Hjá RVK er starfsmat, hefur áhyggjur af yfirþroskaþjálfum út af umhverfinu hjá borginni, hvað gerist með þá, hækka þeir ekki þegar launaþróun er, hefur áhyggjur að þeir sitji eftir. Stéttarfélög: í hvaða stéttarfélag verður starfsólk ráðið ef ekki það verður ekki áfram í SFR, verður það Efling eða Starfsmannafélag RVK. Faglega rætt um hópastarf, hvernig getum við komum þeim vilja til ykkar að halda því áfram. Forstöðuþroskaþjálfi  í skammtímavistun hefur áhyggjur af hverju hún ætti að tilheyra Breiðholti en allar hinar skammtímavistanirnar Laugardalnum?
Björk: skammtímavistun: byggjum á hugmyndafræði í RVK að fólk hafi þjónustu í sínu hverfi. Ýmis þjónustuúrræði eru t.d staðsett á einni stöð en þjónusta alla í borginni. Finnst að við eigum að samþætta þjónustuna eftir Samningi sameinuðu þjóðanna. Síðan þarf fagfólkið að aðlaga sig að því. Forstöðumenn á sambýlum geta átt  samráð sín á milli þó þau tilheyri ekki sömu þjónustumiðstöð.
 
Lóa Birna svarar: Stéttarfélagsaðild: ekki komin niðurstaða vegna SFR. En ef starfsmenn verða ekki lengur í SFR fara þeir í Starfsmannafélag  RVK en ekki eflingu.
 
 
Rósa spyr: langflestir eru í hlutastörfum og margir vinna í öðrum störfum meðfram. Er regla um hversu mikla prósentu má vinna í sem er nú þegar í RVK?
 
Lóa birna: störfin flytjast yfir óbreytt. Góð ábending frá þóroddi til að skoða.
130% starfsmenn. Ef starfsmaður er í meira en 100%  eða yfir það fá þeir borgaða yfirvinnu. Lóa: þetta verður að skoða ef stór hópur er í meiri prósentu. 
 
 
Laufey: spyr um biðlista í grunnþjónustu búsetu?
 
Stella: erum í undirbúningsvinnu, höfum líka áhyggjur verið að bíða eftir þjónustumati í búsetu. Fá fjármagn til að mæta biðlistum, en hefur áhyggjur af biðlistum hvernig þetta verður. Fullt af tækifærum til að samnýta starfsfólk og mannauð. Erum burðug með góðan hóp af fagfólki og allir njóta góðs af þverfaglegu samstarfi. 
María: biðlistaumræða: hafa áhyggjur af biðlistum og ósýnilegri þörf fyrir þjónustu. Hópur að skoða hvort það sér þörf fyrir þjónustu við fatlaða falin í kerfinu.
 
 
Valborg: vitum að sveitarfélög standa ekki vel fjárhagslega. Öll starfsstöðvum er gert að gera rekstaráætlun með niðurskurði, getur verið að við þurfum að skera meira niður 2011.
 
Maggi: búin að vera í stífu aðhaldi í 2 ár, búið að skera mikið niður þjónustu, verður gert meira í því?
 
Stella: nei fá fjármagn frá SSR,verður ekki skorið meira niður 2011.
 
 
Björk svarar: Erum að fá útsvarshækkun sem á að fara í þennan málaflokk, við eigum að tryggja að þeir nýtist þannig.   Leið og laun hækka fáum við meira útsvar þegar kreppan verður búin, að þá fer útsvarið í þann málaflokk. Sveitarfélögin eru ekki eins fátæk og ríkið. Ríkið er verr sett og til lengri tíma. Sveitarfélögin fá aukið útsvar með árunum. Þurfum ekki tvöfalda yfirstjórn þegar allir leita til síns hverfis. 
 
 
 
Laufey: lýkur fundi
Viss um að fólk hefur fengið einhver svör. Hefur unnið hjá RVK í 2 ár og finnst gott að vinna þar. Mikilvægt að tala saman, hafa skoðun og gagnrýna í þessu breytingaferli. Skoða hvað við höfum gert vel og hvað þarf að bæta. Þroskaþjálfar haldið áfram að gagnrýna og rýna til gagns. Tillaga um um að nýta trúnaðarmennina hjá SSR og Þórodd til að koma spurningum áfram, hægt að funda í húsnæði félagsins. Þakkar fyrir komuna.
 
Fundi slitið: 18:00
 
Fundarstjóri: Bjargey Una Hinriksdóttir
 
Ritari: Katrín Eyjólfsdóttir