Undirbúningur fyrir starfsdaga 24. og 25. janúar 2013

Viljum vekja athygli á því að siðfræðifyrirlestrarnir hennar Ástríðar Stefánsdóttur sem haldnir hafa verið í haust er enn hægt að horfa á á netinu með því að fara inn á slóðina. Þessir fyrirlestrar eru góður undirbúningur fyrir starfsdagana sem verða í  24. og 25. janúar í Reykjanesbæ.
 
 
Til að horfa á fyrsta fyrirlesturinn, Staða fagstétta í samfélaginu skal skrá inn í id 0509 og pin 0509.
Til að horfa á annan fyrirlesturinn, Fagmennska og traust skal skrá inn í id 0310 og í pin 0310.
Til að horfa á þriðjafyrirlesturinn, Hlutverk siðareglna skal skrá inn í id 0711 og pin 0711.
 
Staða fagstétta í samfélaginu.
Farið verður yfir hlutverk fagstétta í samfélaginu. Hvernig fagstéttir starfa í anda samningsins sem hægt er að hugsa sér að sé á milli hennar og samfélagsins. Sjónum verður sérstaklega beint að hlutverki og stöðu þroskaþjálfa í þessu sambandi.
 
Fagmennska og traust.
Fagmennskuhugtakið verður skoðað og á hverju það grundvallast. Gengið verður út frá þeirri sýn að fagmanneskjan í starfi sínu vinni samkvæmt óskrifuðu loforði og að slíkt loforð sé grundvöllur þess trausts sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli fagmanneskjunnar og þeirra sem hún á að aðstoða.
 
Hlutverk siðareglna.
Siðareglur þroskaþjálfa verða skoðaðar í ljósi umfjöllunar Sigurðar Kristinssonar um siðareglur. Athugað verður hvort siðareglurnar mæti þeim kröfum sem Sigurður leggur upp með og telur einkenna góðar siðareglur.